Vá! Ég hef ekki opnað þetta blogg síðan í júní. Það hefur margt gerst síðan þá, akkúrat núna er ég að fara að byrja í prófum svo að vefja-, frumulíffærði og líffærafræði eiga allan minn hug. En stundum er gott að dreifa huganum aðeins, margir bloggarar hafa verið að setja saman óskalista og ég ákvað að vera með og henda í einn svoleiðis, það tæki nú ekki langan tíma að setja saman lista þar sem að ég er í kaupbanni sjálf - og þegar maður er í kaupbanni, eins og flestir vita, þá er ekki erfitt að finna hluti sem manni langar í því þeir eru jú manni efst í huga.. 
Vonandi hafið þið líka gaman af þessari færslu, ég kem svo sterk hér inn eftir lokaprófið sem er 14. des þar sem að ég hef saknað þess þónokkuð mikið að blogga! 
Ég ætla að byrja að tala um vörurnar sem að mig langar í sem eru mjög dýrar! Ég kaupi mér sjaldan dýrar vörur, nema ég sé 10000% viss um að þær eru þess virði, þessar grunar mig að eru það - þær fást ekki á íslandi.
1. Giorgio Armani Luminous Silk foundation. Mig hefur langað í þetta meik í milljón ár, já eða þar um bil er ekki alveg viss hversu lengi mig hefur langað í það en það kallar svo á mig. Einn daginn mun það verða mitt!!
2. Laura Mercier Translucent Loose Setting Powder. Nei, mig langar ekki í þetta púður til þess að "baka", fyrir mína þurru húð þá heillar þetta mig ekkert rosalega. Hinsvegar viðurkenni ég að fúslega að þegar (ekki EF) ég eignast þetta púður þá mun ég prófa það, forvitnisins vegna! Ástæðan afhverju mig langar í þetta púður er bara því þetta er lofað svo rosalega mikið, á að vera einhverskonar magic púður sem gerir áferðina á húðina svo fallega og það gerir mig rosalega spennta!
3. Anastasia Beverly Hills Illuminator í Starlight. Afhverju langar mig í þetta? afþví að guuuuð minn góður hvað þetta er fallegur highlighter, það er bara svo einfalt!
4. Anastasia Beverly Hills Self Made pallet. Sko ég horfi alltaf á eftir þessum guðdómlegu augnskugga pallettur sem ABH gefur út því ég tými aldrei að kaupa mér þær, en þessi er svo ótrúlega falleg að ég veit ekki hvort ég geti sleppt henni. Kannski þvinga ég kærastan til að gefa mér hana í jólagjöf ;)

Já ég hef verið eitthvað rosalega mikið að skoða augnskuggapallettur. Ef ég á að segja alveg eins og er þá fara stakir augnskuggar bara rosalega mikið í taugarnar á mér!
1. & 2. Þetta eru morphe pallettur. 1. er 35O og 2. er 35S. Ég á tvær morphe pallettur fyrir 35N og 35W, en það er ekki nóg! seisei nei! Þetta eru mínar allra uppáhalds pallettur og ég elska hvað það er hægt að fá þær með fullt af ólíkum litum, augnskuggarnir sjálfir eru pigmentaðir og auðvelt að blanda þeim út. Morphe fæst á fotia.is
3. Revolution Ulta 32 Flawless Palette. Þetta er ótrúlega ótrúleg ótrúúlega falleg palletta! Ég er svoo skotin í litunum í henni og meðað við snapchattið hennar Elinlikes þá er pigmentið alveg í lagi, svo er hún líka bara hlægilega ódýr! Og auðvitað er hún þá uppseld! Ég verð að grípa mér hana þegar kaupbannið er búið. Fæst HÉR.
4. & 5. & 6. Þessar þrjár eru allar sleek pallettur, ég skil ekki afhverju ég á ekki enþá sleek pallettu? ég hef keypt þær, en það hefur verið til að gefa í afmælisgjafir en fattaði aldrei að kippa einni auka handa mér. 4. er Sunset, mig dreymir um þessa liti! 5. er Secret, þessi fjólublái efst í hægra horninu öskrar svoldið á mig! og 6. er Enchanted Forest, mér finnst hún  vera með fullkomna haust/vetrar liti. Ég hef bara heyrt góða hluti um augnskuggana frá Sleek og ég á aðra hluti frá þeim sem að ég algjörlega dýrka, þannig það verður ekki langt þangað til að skelli mér á eina.. eða þrjár. Sleek vörurnar fást á haustfjörð.is


Þetta er svo restin af óskalistanum mínum, mikið langar mig í alla þessa fallegu hluti!
1. Body Shop lightening drops. Mig langar ekki í þessa vöru, ég ÞARF hana! Ég held að ég eigi fjögur meik í skúffunni minni sem að ég get ekki notað því þau eru aaaðeins of dökk fyrir mig. Dropar sem að lýsa meik á viðráðanlegu verði? JÁ TAKK!
2. Eye Kandy glimmerin.. ég hef átt tvö, en í dag á ég bara Autumn Blend sem er örugglega bara eitt það fallegasta sem ég veit um. Í fyrra um jólin þá keypti ég mér limited editon Jingle Bells, svooo fallegt. En það lenti í slysi, til að gera langa sögu stutta þá endaði það óvart í klósettið. Jingle Bells er komið aftur núna fyrir jól (já ég blóta kaupbanninu mínu í sand og ösku einmitt núna, held bara í vonina að það verður ekki uppselt eftir áramót!) og ég mæli með að ef þú ert að íhuga glimmer fyrir jól þá er þetta hreint og beint fullkomið! 
Mig langar í öll eye kandy glimmerinn, en svona mest einmitt núna langar mér í Jingle Bells, Winter Wonderland og Taffy! Svo falleg! Eye kandy fæst á haustfjörð.is.
3. Skindinavia Makeup setting spray og primer spray. Mig hefur aldrei langað jafn mikið í sprey á ævinni held ég. Ég hef heyrt svo ótrúlega góða hluti um þetta að ég bara verð hreinlega að eignast það. Fæst á lineup.is
4. Nyx Highlight and Contour Pro palette. Ég held að þessi er komin á "hlutir sem ég þarf nauðsynlega listan".
5. Milani Amore Matte Lip Creme í Adore. Fallegur nude liquid varalitur sem helst vel á? einn svona handa mér já takk! Fæst á haustfjörð.is
6. Sleek Solstice Highlighter Palette. Ég hef held ég bara aldrei séð fallegri highlight pallettu, need I say more? Þessi fæst líka inná haustfjörð.is.. ég er farin að sjá eitthvað munstur hérna, held að haustfjörð á bara hug minn allan!
7. Schwing eyeliner frá the Balm. Mig hefur bara lengi langað í eyeliner, hef heyrt margt gott um hann og er mjög forvitin að prófa! Fæst á lineup.is
8. Eins og ég sagði hérna fyrir ofan þá hef ég bara átt tvö glimmer, núna er það eitthvað að fara að breytast, sérstaklega eftir að ég skoðaði Lit Cosmetics glimmerin sem voru að koma í sölu á fotia.is. Mig grunar að makeup stashið mitt muni stækka eitthvað á glimmer veginn.
9. Makeup Eraser. Eftir að hafa séð þennan in action á nokkrum snöppum þá bara verð ég að eignast hann, hann tekur meirað segja vatnsheldan maskara af, og ég er alltaf með vatnsheldan. Segja bless við bómula já takk, gleymi hvorteðer alltaf að kaupa nýja! Þessi snilld fæst í coolcos.

Jæja þessi færsla varð víst aaaðeins lengri en ég bjóst við, en rosalega líður mér vel með að byrja blogga aftur. En eins og ég segji þá lýk ég ekki prófum fyrr en 14. des en mun koma sterk inn hérna aftur eftir það! Þangað til endilega fylgjist með mér á snapchat og instagram ;; liljabjarneymua

xx


Powered by Blogger.