Reykjavík Makeup School: 8 vikum seinna.

/
0 Comments
Jæja! Þá er ég búin að taka ansi góða pásu frá blogginu.. En það var alveg brjálað að gera seinustu vikurnar í skólanum og svo þurfti ég bara aðeins að slaka á þegar hann var búinn.
Núna eru prófin búinn (útskriftin er samt ekki fyrr en 14 mars) og hlutirnir eru svona að detta inní rútínu aftur.
Þetta var besta ákvörðun sem ég hef tekið lengi að fara í þennan skóla, mér fannst ég læra svoo mikið þótt þetta voru aðeins 8 vikur.
Sara og Silla eru yndislegar og alveg hreint frábærir kennarar, mér fannst við vera fá svo fjölbreytta kennslu þarna að ég fór alltaf heim á kvöldin búin að læra eitthvað alveg nýtt!
Ég elska líka hvað þær voru alltaf að kenna okkur að maður er aldrei búin að læra allt í förðun, maður getur haldið áfram að læra endalaust!

Ef þið eruð eitthvað að pæla í því að læra förðun þá get ég ekki mælt með Reykjavík Makeup School nógu mikið! Maður fær svo góða kennslu og tengist kennurunum ótrúlega vel.
Þær eru líka duglegar að draga fyrrum nemendur með sér í verkefni þannig það eru fullt af tækifærum að komast inní þennan bransa þegar maður er búinn að útskrifast.

Ég hlakka mikið til útskriftarinnar, fá einkunirnar mínar og myndirnar og svo auðvitað að fara út að borða með öllum hópnum <3

Núna ætla ég mér samt að detta inní almennilega blogg rútínu og er með fullt af förðunarhugmyndum sem mig langar að sýna ykkur! Einnig ætla ég að vera með gjafaleik á Facebook síðunni minni þannig endilega fylgjist með henni HÉR.
Ég mun líka deila með ykkur myndunum mínum úr skólanum og svona :)


Seinasta módel æfing fyrir prófin, litla systir mín með Smokey eftir mig.

Hún er svo gorgeous!


xx




You may also like

No comments:

Powered by Blogger.