Barátta við samfélagið.

/
3 Comments

Það var mynd að fara um á facebook með sitthvorum poka af sleikjóum, annar pokinn var merktur Polla sleikibrjóstsykur, meirihluti af sleikjóunum í þeim poka voru lakkrís, kóla, súkkulaðilakkrís og nokkur önnur brögð. Í öðrum orðum voru sleikjóarnir í þeim poka frekar dökkir á litinn. 
Hinn pokinn merktur Pæju sleikjubrjóstsykur, þar voru allskonar ávaxtabrögð og sleikjóarnir í þeim poka voru litríkir. 
Ég ætti kannski líka að minnast á að sjálfsögðu var Polla pokinn blár og pæju pokinn bleikur, því það að merkja pokana Polla og Pæju var ekki að kyngera þá nógu mikið, það þurfti að sjálfsögðu að blanda þessum blessaða bláa og bleika lit inní þetta líka.

Mig langar bara að byrja á að segja að löngu áður en að ég varð móðir þá fór þetta í taugarnar á mér, þ.e.a.s. þegar fyrirtæki voru að kyngera hluti. Því að hlutir eða litir hafa ekkert kyn, þess vegna hef ég aldrei náð að skilja þetta.
Núna þegar ég á lítinn strák þá fer þetta þúsund milljón sinnum meira í taugarnar á mér. 
Ég vil ekki að umhverfið og samfélagið sem ég er að ala barnið mitt uppí mun segja honum hvaða liti honum eiga að finnast flottir, hvaða dót hann á að vilja að leika sér af því að hann er strákur og þá á hann bara að vilja að leika sér með bíla og hann á bara að vilja að vera í bláum eða dökkum fötum.

Fyrstu strigaskórnir sem að ég keypti á strákinn minn voru bleikir.
Ég lenti í smá vandræðum með að finna skó á Aðalstein sem að voru ekki of þröngir, prófaði ég að setja hann í Nike skó og þeir voru það teygjanlegir að barnið grét ekki þegar ég klæddi hann í þá og þeir pössuðu líka á lengdina.
Skórnir sem að hann mátaði voru bleikir, afgreiðsludaman fór strax að finna hinn litin af sömu skónum, sem voru þá náttúrulega bláir. 
Þeir voru ekki til bláir í hans stærð, byrjaði ég þá strax að skoða einhverja aðra tegund af skóm sem að væru í öðrum lit en þessum skær bleikum. Af því að umhverfið og samfélagið hafa kennt mér að það er ekki samþykkt að strákar séu í bleikum fötum.
Ég greip mig í því að skoða einhverja græna og svarta skó sem mér fannst mjög ljótir og hugsaði, hverjum er ekki drull sama þótt að eins árs sonurinn minn gangi um í bleikum skóm?
Mér var sama, reyndar var mér rosalega sama því að bleikur er uppáhalds liturinn minn og mér þótti þessir skór alveg ótrúlega fallegir svona skærbleikir. Ákvað ég því bara að kaupa þá.
Afgreiðsludaman benti mér á að hún gæti alveg athugað hvort að önnur búð ætti bláa í hans stærð þegar ég sagðist ætla að taka þá í bleikum.
Ég keypti þá nú samt og mikið sem að ég varð alltaf glöð þegar ég sá hann labba um á bleiku nike skónum sínum og ég í bleikum nike skóm í stíl! 

Ég mun gera allt í mínu valdi til þess að ala upp minn strák og mín framtíðarbörn að það sem að samfélagið segir þeim er ekki heilagur sannleikur. 
Að kynið þeirra skilgreinir ekki hvaða lit þau halda uppá eða hvaða leikföng þau vilja eiga, kynið skilgreinir ekki einu sinni þau sem persónur. 
Það sem skilgreinir okkur (fyrir mér) er návist, góðsemin og karakterinn okkar og örugglega milljón aðrir hlutir. En ekki það hvort að við fæðumst með typpi eða píku.

Þegar að ég sé svona myndir samt þá líður mér alltaf eins og ég er í baráttu við samfélagið um þetta og ég er ekki viss hvort að ég muni einhvern tíman sigra það því að umhverfið í kringum börnin, það sem að þau sjá, hefur svo ótrúlega sterk áhrif á þau.
Þegar ég labba inní dótabúð þá langar mig helst til að hanga í hlutanum þar sem að smábarnadótið er því þar finnst mér allt vera sem mest neutral ekki jafn kynjaskipt.
En allar hinar deildirnar eru yfirleitt alveg yfirþyrmandi bleikir eða rosalega bláir og dökkir gangar, það er svo rosalega erfitt að líta framhjá þessum skilaboðum. 

Markmiðið mitt gagnvart börnunum mínum er bara að þau sjái ekki kyn í hlutum og litum því hlutir og litir hafa ekkert kyn.

xx




You may also like

3 comments:

  1. Mikið er ég sammála <3 kv. Telma

    ReplyDelete
  2. Vel skrifað Lilja - ætla að deila þessu :)
    kv. Lauga

    ReplyDelete
  3. Ég er hjartanlega sammála þessu.

    ReplyDelete

Powered by Blogger.