So it came to my attention that I had quite a few Sleek products and I've been enjoying every single one of them so I thought I'd share these products with you guys.

| | Ég var eitthvað að róta í dótinu mínu og tók eftir því að ég ætti nokkrar vörur frá Sleek og ég hef verið hrifin af þeim öllum þannig ég ákvað að deila þeim með ykkur.
Ég versla mínar Sleek vörur frá www.haustfjord.is, þetta er mín allra uppáhalds íslenska netverslun.
Ég hef verið að versla við hana Heiðdísi síðan liggur við daginn sem að hún fór í loftið og hefur þjónustan og vörurnar þaðan alltaf verið uppá 10! 

⬅ Sleek Supernova | Sleek Sunset ➡


First I wanted to talk about the eyeshadow pallets, these are the newest Sleek things in my collection. I have no idea why it took me so long to try the Sleek eyeshadows out, they are soft, pigmented and blendable. 
For such a cheap price also, my favourite right now are the two colors on the far left who are from the sunset pallet. So pretty!

| | Ég ætla fyrst að tala um augnskugga palletturnar frá Sleek, þó að þær séu það nýjasta í safninu mínu frá Sleek. 
Ég veit ekki afhverju það tók mig svona langan tíma að prófa augnskuggana frá þessu merki, þeir eru ótrúlega góðir. Mjúkir, litsterkir og auðvelt að blanda þá út.
Þetta eru líka ekki dýrar augnskugga pallettur sem er alltaf plús í minn kladda.
Uppáhalds litirnir mínir eru þessir tveir lengst til vinstri, þeir eru úr Sunset pallettunni.

Blush by 3. Californ.I.A


These are my first and only cream blushes I've ever owned. 
These are really creamy, easy to blend out and look super natural on the cheeks.
I really enjoy to use these when I'm wearing light coverage foundations/CC cream for a really natural look, or I use one of these and then top it off with another blush for a pretty dramatic blush look and it comes off looking really well.

| | Þetta eru mínu fyrstu og einu krem kinnalitir. 
Þeir eru mjög kremaðir, auðvelt að blanda þeim út og þeir líta ótrúlega náttúrulega út á húðinni. 
Ég nota þessa rosa mikið þegar ég er að nota t.d. cc krem eða meik með léttri þekju bara fyrir svona náttúrulegan fallegan roða. Stundum set ég einn af þessum og svo annan kinnalit yfir og það kemur alltaf vel út.

Rose Gold


This is my all time favourite blush. It has gold specs in it so it brings a beautiful glow to the cheeks with the color that is just the perfect pink.
I was so sad when I broke it but it is still usable, just have to be carefull when I open it up. Such a gorgeous color!

| | Þetta er örugglega minn allra uppáhalds kinnalitur. Hann er svo fallega bleikur og svo eru svona gullituð sansering í honum sem lítur ótrúlega vel út á húðinni.
Hann highlighter á sama tíma og hann gefur ótrúlega fallegan bleikan lit af sér.
Ég var mjög sorgmædd þegar ég braut hann en hann er alveg enþá nothæfur, þarf bara að opna hann varlega. Ég mæli 10000x með þessum!

Face Contour Kit in Light


This was my first ever contour kit. I've used this one so much, I feel like it's a such a good product for beginners especially but it's also just a good addition to anyones kit.
Like with everything else from Sleek these are pigmented and blendable. 
I love the highlight colour, it was really hard getting it to show on camera. In real life it looks so much better!

| | Þetta var mín fyrsta skyggingar palletta. Mér þykir endalaust vænt um hana. 
Þetta er mjög góð vara fyrir byrjendur eða bara viðbót í safnið manns. Ég teygji mig endalaust í mína, litirnir eru litsterkir en samt mjög auðvelt að blanda þá út.
Myndavélin mín náði ekki alveg hversu fallegur highlighterinn er í alvörunni, hann er mikið fallegri en sést hér á myndinni! 


This is my dream powder. I'm always looking for ways to be a glowy dewy goddess and this powder is the way to go with that.
You have to be careful about the amount of powder you're applying but it just leaves such a beautiful sheen to the skin. I love that this is a powder that does that, I'm not for the matte look so I tend to stay away from powders. Well I found the powder of my dreams right here!

| | Þetta er fyrsta varan sem að ég pantaði mér frá haustfjord.is  minnir mig, það er nú frekar langt og margar pantanir síðan en ég er nokkuð viss um að þetta var það fyrsta sem að ég fékk mér rétt eftir að versluninn opnaði. 
Þetta er ekkert venjulegt púður, það gefur manni þvílikan ljóma. Sem er það sem ég leitast eftir, ég forðast oft púður því ég vil ekki vera mött en þetta púður er ekki eins og önnur. Í staðinn fyrir að matta þá gefur þetta ótrúlega fallegan sheen á húðina.
Maður þarf að passa sig með hversu mikið magn maður setur á en mér finnst best að nota bara duo fiber bursta og það klikkar aldrei.

Ef þið viljið sjá förðun þar sem að ég nota allar þessar vörur endilega látið mig vita á snapchat: liljabjarneymua og ég mun gera það á snappinu mínu, þá getiði séð þessar vörur in action!

xx


Það var mynd að fara um á facebook með sitthvorum poka af sleikjóum, annar pokinn var merktur Polla sleikibrjóstsykur, meirihluti af sleikjóunum í þeim poka voru lakkrís, kóla, súkkulaðilakkrís og nokkur önnur brögð. Í öðrum orðum voru sleikjóarnir í þeim poka frekar dökkir á litinn. 
Hinn pokinn merktur Pæju sleikjubrjóstsykur, þar voru allskonar ávaxtabrögð og sleikjóarnir í þeim poka voru litríkir. 
Ég ætti kannski líka að minnast á að sjálfsögðu var Polla pokinn blár og pæju pokinn bleikur, því það að merkja pokana Polla og Pæju var ekki að kyngera þá nógu mikið, það þurfti að sjálfsögðu að blanda þessum blessaða bláa og bleika lit inní þetta líka.

Mig langar bara að byrja á að segja að löngu áður en að ég varð móðir þá fór þetta í taugarnar á mér, þ.e.a.s. þegar fyrirtæki voru að kyngera hluti. Því að hlutir eða litir hafa ekkert kyn, þess vegna hef ég aldrei náð að skilja þetta.
Núna þegar ég á lítinn strák þá fer þetta þúsund milljón sinnum meira í taugarnar á mér. 
Ég vil ekki að umhverfið og samfélagið sem ég er að ala barnið mitt uppí mun segja honum hvaða liti honum eiga að finnast flottir, hvaða dót hann á að vilja að leika sér af því að hann er strákur og þá á hann bara að vilja að leika sér með bíla og hann á bara að vilja að vera í bláum eða dökkum fötum.

Fyrstu strigaskórnir sem að ég keypti á strákinn minn voru bleikir.
Ég lenti í smá vandræðum með að finna skó á Aðalstein sem að voru ekki of þröngir, prófaði ég að setja hann í Nike skó og þeir voru það teygjanlegir að barnið grét ekki þegar ég klæddi hann í þá og þeir pössuðu líka á lengdina.
Skórnir sem að hann mátaði voru bleikir, afgreiðsludaman fór strax að finna hinn litin af sömu skónum, sem voru þá náttúrulega bláir. 
Þeir voru ekki til bláir í hans stærð, byrjaði ég þá strax að skoða einhverja aðra tegund af skóm sem að væru í öðrum lit en þessum skær bleikum. Af því að umhverfið og samfélagið hafa kennt mér að það er ekki samþykkt að strákar séu í bleikum fötum.
Ég greip mig í því að skoða einhverja græna og svarta skó sem mér fannst mjög ljótir og hugsaði, hverjum er ekki drull sama þótt að eins árs sonurinn minn gangi um í bleikum skóm?
Mér var sama, reyndar var mér rosalega sama því að bleikur er uppáhalds liturinn minn og mér þótti þessir skór alveg ótrúlega fallegir svona skærbleikir. Ákvað ég því bara að kaupa þá.
Afgreiðsludaman benti mér á að hún gæti alveg athugað hvort að önnur búð ætti bláa í hans stærð þegar ég sagðist ætla að taka þá í bleikum.
Ég keypti þá nú samt og mikið sem að ég varð alltaf glöð þegar ég sá hann labba um á bleiku nike skónum sínum og ég í bleikum nike skóm í stíl! 

Ég mun gera allt í mínu valdi til þess að ala upp minn strák og mín framtíðarbörn að það sem að samfélagið segir þeim er ekki heilagur sannleikur. 
Að kynið þeirra skilgreinir ekki hvaða lit þau halda uppá eða hvaða leikföng þau vilja eiga, kynið skilgreinir ekki einu sinni þau sem persónur. 
Það sem skilgreinir okkur (fyrir mér) er návist, góðsemin og karakterinn okkar og örugglega milljón aðrir hlutir. En ekki það hvort að við fæðumst með typpi eða píku.

Þegar að ég sé svona myndir samt þá líður mér alltaf eins og ég er í baráttu við samfélagið um þetta og ég er ekki viss hvort að ég muni einhvern tíman sigra það því að umhverfið í kringum börnin, það sem að þau sjá, hefur svo ótrúlega sterk áhrif á þau.
Þegar ég labba inní dótabúð þá langar mig helst til að hanga í hlutanum þar sem að smábarnadótið er því þar finnst mér allt vera sem mest neutral ekki jafn kynjaskipt.
En allar hinar deildirnar eru yfirleitt alveg yfirþyrmandi bleikir eða rosalega bláir og dökkir gangar, það er svo rosalega erfitt að líta framhjá þessum skilaboðum. 

Markmiðið mitt gagnvart börnunum mínum er bara að þau sjái ekki kyn í hlutum og litum því hlutir og litir hafa ekkert kyn.

xx




Morphe Brushes, this brand is seriously bomb.COM
Their brushes and eyeshadows are really good quality and for such a low price.
I wanted to show you guys my Morphe Brushes eyeshadow pallettes, right now I have these three however I'm planning on buying at least two more. 
The ones I'm after are 35O and 35P! They are so pretty.

When doing my makeup I have been reaching for at least one of these palletts every single time, so it's safe to say these are my favourite eyeshadows at the moment.

| | Morphe, síðan að þetta merki kom í sölu hjá www.fotia.is þá hef ég bara verið hook'd.
Ég á þessar þrjár augnskugga pallettur og mig langar í allaveganna tvær í viðbót ef ekki fleiri. Þær sem að mig langar rosalega mikið í einmitt núna er 35O og 35P.
Augnskuggapalletturnar eru á svo rosalega góðu verði og gæðin eru ótrúlea góð.

Í hvert einasta skipti sem að ég mála mig þá nota ég allaveganna eina af þessum (eins og þið hafið kannski tekið eftir inná snapchat -> liljabjarneymua)
Þannig það er öruggt að segja að þetta eru mínar uppáhalds augnskuggar í augnablikinu.



35O

This is a great pallet, there is a mixture between mattes and shimmers, the colors are warm and it is a really good one for a beginner. 
You have good transition colors in here and dark ones for shading. 
Then also good shimmer all over the lid colors that vary between dark, gold and light champagne colors.
I's also such a good pallett for beginners.
I gave my sister this one for her birthday last year and she uses it all the time and loves it!

| | Þetta er ótrúlega góð augnskuggapalletta, sérsaklega fyrir byrjendur. 
Það er mjög góð blanda af möttum og shimmeruðum litum, þetta eru hlýir litir sem ég persónulega fýla ótrúlega mikið.
Hérna eru góðir blöndunarlitir, ljósir og dökkir. Einnig eru shimmeruðu litirnir ótrúlega góðir og flottir yfir allt augnlokið, þeir eru sumir dökkir, gullitaðir og ljós champagne litir.
Ég gaf systur minni þessa í afmælisgjöf í fyrra og hún eeeelskar hana og notar hana endalaust. 



35N

This pallett is all matte colors, they are also on the warm side which personally I'm really fond of.
I use this one for blending colors, I like how you've got browns, oranges and purples in here so you have different colors too choose from so it's great for transition colors in whatever look you're making.
This is the one that I use the most out of these three.

| | Þessi palletta er öll mött, hún er líka með frekar mikið af hlýjum litum. 
Ég nota þessa alltaf í blöndunarliti, sama hvaða förðun ég er að gera, því hérna er ég með svo góða brúna liti einnig appelsínugula og nokkra fjólubláa meirað segja. 
Þetta er mest notaða pallettan mín af þessum þrem.






35S

My wonderful big sister gave me this one for christmas. 
This one blew me away, these colors are amazing. They are so soft and pigmented, like crazy pigmented! 
I really like making colorful makeup looks and now I have soo many choices to choose from. This is by far my favourite, I love playing with it.

You guys should really check out my Instagram -> @liljabjarneymua. 
There I post all the makeup looks I create!

|| Elsku besta stóra systir mín gaf mér þessa í jólagjöf.
Ég fór í sjokk þegar ég prófaði hana fyrst, augnskuggarnir eru svo ótrúlega mjúkir og litsterkir. Rosalega þægilegt að vinna með þá!
Mér finnst ótrúlega gaman að leika mér með liti þegar ég er að mála mig og með þessa pallettu þá hef ég helling að velja úr. 

Endilega followið mig á Instagram -> @liljabjarneymua
En þar pósta ég öllum mínum förðunum.

All in all I have to give Morphe Brushes solid 10 for these and I cannot wait to buy more! 

|| Í allri hreinskilni þá gef ég Morphe Brushes 10 í einkunn, ég er ástfangin af þessum augnskuggum og get ekki beðið eftir að kaupa fleiri pallettur. Hef allaveganna ekki verið vonsvikin hingað til.

xx


I have been eyeing Eye of Horus - Copper Sphinx Liquid Metal for awhile now but I just can't seem to spend that much money on a liner. He is soo pretty though!

|| Ég hef verið að horfa á eye of horus - copper sphinx liquid metal  í mjög langan tíma núna. Hann er svo ofboðslega fallegur! En fyrir minn smekk er hann of dýr, ég á allaveganna ekki peningin núna til að kaupa hann.

I just couldn't get the thought of a metallic copper liner out of my head so I had an idea that worked quite well for me and I like to share it with you guys.
I have a lot of the Nyx Loose Pearl eyeshadows, in all kinds of colours, they are super inexpensive and really fine pigment that you don't need to wet or mix with something to put them on which is why I like them so much.

|| Mig langaði samt svo rosalega mikið að vera með koparlitaðan eyeliner einn daginn þannig ég ákvað að prófa svolítið sem ég ætla að deila með ykkur hérna.
Ég á mikið af Nyx Loose peal eyeshadows, í mismunandi litum, þeir eru mjög ódýrir og ótrúlega fínt pigment þannig maður þarf ekkert að bleyta upp í þeim eins og með öðrum grófari pigmentum.

So I picked up my Nyx Loose eyeshadow in Rust, this beautiful copper colour and I decided to try and make a wet eyeliner out of it.
Then I took my Liquid Sugar from Eye Kandy, this is what I always use whenever I use glitters. 
I placed one drop of this on a pallette and put some of the Rust right next to it, then I used my eyeliner brush - E65 by Sigma and dipped it into the Liquid Sugar and the on mixed it with the Rust Nyx Loose eyeshadow and the results were a beautiful metallic copper wet eyeliner.



|| En þarna horfði ég á þetta fallega koparlitaða lausa pigment, liturinn heitir Rust, og þá ákvað ég að það skaðaði ekki að prófa að búa til blautan liner úr honum.
Þannig ég tók Eye Kandy Liquid Sugar(örugglega hægt að nota Fix+ eða jafnvel eitthvað annað andlitsprey eða annan glimmer festi getið prófað ykkur bara áfram) sem fæst á haustfjord.is, þennan nota ég alltaf til að festa niður gróf pigment eða glimmer. 
Ég setti einn dropa af Liquid Sugar á pallettu og náði smá úr Rust og setti við hliðiná, dýfði ég svo E65 - small angled frá Sigma  í Liquid Sugar og svo í Rust og úr því varð fallegur metallic eyeliner. 

The best thing though is the fact that this eyeliner lasted on me for 10 freaking hours! 
I'm so happy about this and will have to try this with my other Nyx Loose eyeshadows, colourful liners hurray!! 

|| Það sem kom sérstaklega á óvart var að kopar eyelinerinn fór ekki af allan daginn, ég var með hann á mér í 10 tíma og það sást ekki á honum! 
Þetta er algjör snilld og mun ég klárlega búa mér til fleiri eyelinera með hinum Nyx Loose eyeshadowsunum mínum, ég keypti þá í Nyx hér á íslandi 

Hope you've had a lovely monday so far 
||Ég mun svo sýna ykkur hvernig ég gerði þetta skref fyrir skref inná Snapchat:liljabjarneymua.
Vona að þið eigið yndislega mánudag 

xx


Ég vil byrja á að óska ykkur Gleðilegt nýtt ár og ég vona að í 2016 bíði ykkur ekkert nema hamingja og ný ævintýri! 

Þegar 2015 byrjaði þá var ég ekki alveg á besta staðnum, andlega. Mig langar ekki að fara djúpt í það, fæ kjarkinn kannski einn daginn. En þegar kemur kvíðanum mínum þá hef ég alltaf hugsað þannig að ég leyfi honum ekki að stjórna lífi mínu og með smá 'push' frá Garðari (kærastanum mínum) þá skráði ég mig í Reykjavík Makeup School og sá skóli hjálpaði mér svo ótrúlega mikið að koma mér úr þægindarammanum mínum og uppgötva almennilega ást mína á meiköppi! 

Ég hélt áfram að blogga, (hætti reyndar í júní og átti mjög erfitt með að byrja aftur) og byrjaði setja inn nokkur YouTube myndbönd og það er örugglega það skemmtilegast sem ég geri! (Ég mun fara almennilega út í það afhverju ég ákvað að gera það í annarri færslu!)

Svo opnaði ég snapchattið mitt (liljabjarneymua), þar inná eru um það bil 1200 manns sem að fylgjast með mér, aðallega til að sjá farðanir og bara fylgjast með mínu lífi og þykir mér ótrúlega vænt um hverja einustu manneskju inná þessu snappi, ég fæ ótrúlega falleg skilaboð á hverjum degi þarna og reyni ég að senda falleg skilaboð til þeirra eins oft og ég fæ tækifæri til þess!

Í sumar þá lauk fæðingarorlofinu mínu og ég prófaði að sækja um á sjúkrahúsinu á blönduósi og eyddi sumrinu að vinna þar og komst að því að ég 100% langar að verða hjúkrunarfræðingur. 
Í ágúst byrjaði ég að læra hjúkrunarfræði í HA. 
Þar þarftu að fara í gegnum klásus, sem þýðir að aðeins 50 komast áfram eftir áramót, ég held að við höfum verið í kringum 160! 
Ég komst því miður ekki í gegn, sem mér fannst ótrúlega súrt því það munaði rosalega litlu að ég hefði getað komist. Ég gaf mér einn dag í að liggja uppí rúmmi og vorkenna sjálfri mér, get viðurkennt að ég grét svoldið mikið þann dag - enda mjög svekkt!
Daginn eftir þá fór ég að keyra út pökkum með Garðari og Aðalsteini (1.árs stráknum mínum;) ), við fórum í heimsóknir hjá fjölskyldu og ég var mjög fljót að átta mig á því að líf mitt stendur og fellur ekki með skóla, heldur snýst það í kringum fjölskylduna mína og folk sem mér þykir vænt um og ég er svo ótrúlega heppin að eiga heilan helling af þeim ♥


Ég gerði mitt allra allra besta þessa önn og get sagt að ég er sátt með mínar einkunnir þó að þær höfðu ekki komið mér í gegn! 
Þennan dag ákvað ég að nýta mér það sem er boðið nemum sem að komast ekki í gegnum klásus, en okkur var boðið að skrá okkur í námskeið á öðrum sviðum í háskólanum, þannig ég gat haldið áfram í fullu námi. 
Ég mun vera í 5 námskeiðum, 4 af þeim eru á sálfræðisviðinu og 1 er hluti af nútímafræði held ég. Síðan ég var á fyrst árinu mínu í framhaldsskóla þá hef ég alltaf verið með mikinn áhuga á sálfræði og það var alltaf barrátta á milli sálfræði og hjúkrunarfræði í háskólanámi hjá mér. 
Ég trúi mjög mikið á "Everything happens for a reason" og núna lít ég á það að ég hafi ekki komist í gegnum klásus sem tækifæri til að prófa sálfræðideildina, hver veit kannski byrja ég í sálfræði í haust eða kannski fer ég aftur í klásus í hjúkrunarfræði! 

Ég byrja allaveganna árið 2016 með fullt af ást og hamingju í hjartanu mínu og er mjög spennt fyrir þessu vormisseri í skólanum.
Svo er Aðalsteinn leikskólastrákur að fara vera lengur á leikskólanum, en fyrir jólin þá var hann frá 9-14 og núna verður hann frá 9-16 enda finnst honum fátt skemmtilegra en að vera á leikskólanum! 

Ég ætla segja ykkur seinna frá markmiðasetningu sem ég ætla að tileinka mér á þessu nýja ári ♥ 
Takk fyrir að fylgjast með mér, ég mun halda áfram að snappa, blogga og setja inn myndbönd á YouTube þannig endilega haldið áfram að fylgjast með mér! 



Snapchat: liljabjarneymua
Instagram: liljabjarneymua

xx





Vá! Ég hef ekki opnað þetta blogg síðan í júní. Það hefur margt gerst síðan þá, akkúrat núna er ég að fara að byrja í prófum svo að vefja-, frumulíffærði og líffærafræði eiga allan minn hug. En stundum er gott að dreifa huganum aðeins, margir bloggarar hafa verið að setja saman óskalista og ég ákvað að vera með og henda í einn svoleiðis, það tæki nú ekki langan tíma að setja saman lista þar sem að ég er í kaupbanni sjálf - og þegar maður er í kaupbanni, eins og flestir vita, þá er ekki erfitt að finna hluti sem manni langar í því þeir eru jú manni efst í huga.. 
Vonandi hafið þið líka gaman af þessari færslu, ég kem svo sterk hér inn eftir lokaprófið sem er 14. des þar sem að ég hef saknað þess þónokkuð mikið að blogga! 
Ég ætla að byrja að tala um vörurnar sem að mig langar í sem eru mjög dýrar! Ég kaupi mér sjaldan dýrar vörur, nema ég sé 10000% viss um að þær eru þess virði, þessar grunar mig að eru það - þær fást ekki á íslandi.
1. Giorgio Armani Luminous Silk foundation. Mig hefur langað í þetta meik í milljón ár, já eða þar um bil er ekki alveg viss hversu lengi mig hefur langað í það en það kallar svo á mig. Einn daginn mun það verða mitt!!
2. Laura Mercier Translucent Loose Setting Powder. Nei, mig langar ekki í þetta púður til þess að "baka", fyrir mína þurru húð þá heillar þetta mig ekkert rosalega. Hinsvegar viðurkenni ég að fúslega að þegar (ekki EF) ég eignast þetta púður þá mun ég prófa það, forvitnisins vegna! Ástæðan afhverju mig langar í þetta púður er bara því þetta er lofað svo rosalega mikið, á að vera einhverskonar magic púður sem gerir áferðina á húðina svo fallega og það gerir mig rosalega spennta!
3. Anastasia Beverly Hills Illuminator í Starlight. Afhverju langar mig í þetta? afþví að guuuuð minn góður hvað þetta er fallegur highlighter, það er bara svo einfalt!
4. Anastasia Beverly Hills Self Made pallet. Sko ég horfi alltaf á eftir þessum guðdómlegu augnskugga pallettur sem ABH gefur út því ég tými aldrei að kaupa mér þær, en þessi er svo ótrúlega falleg að ég veit ekki hvort ég geti sleppt henni. Kannski þvinga ég kærastan til að gefa mér hana í jólagjöf ;)

Já ég hef verið eitthvað rosalega mikið að skoða augnskuggapallettur. Ef ég á að segja alveg eins og er þá fara stakir augnskuggar bara rosalega mikið í taugarnar á mér!
1. & 2. Þetta eru morphe pallettur. 1. er 35O og 2. er 35S. Ég á tvær morphe pallettur fyrir 35N og 35W, en það er ekki nóg! seisei nei! Þetta eru mínar allra uppáhalds pallettur og ég elska hvað það er hægt að fá þær með fullt af ólíkum litum, augnskuggarnir sjálfir eru pigmentaðir og auðvelt að blanda þeim út. Morphe fæst á fotia.is
3. Revolution Ulta 32 Flawless Palette. Þetta er ótrúlega ótrúleg ótrúúlega falleg palletta! Ég er svoo skotin í litunum í henni og meðað við snapchattið hennar Elinlikes þá er pigmentið alveg í lagi, svo er hún líka bara hlægilega ódýr! Og auðvitað er hún þá uppseld! Ég verð að grípa mér hana þegar kaupbannið er búið. Fæst HÉR.
4. & 5. & 6. Þessar þrjár eru allar sleek pallettur, ég skil ekki afhverju ég á ekki enþá sleek pallettu? ég hef keypt þær, en það hefur verið til að gefa í afmælisgjafir en fattaði aldrei að kippa einni auka handa mér. 4. er Sunset, mig dreymir um þessa liti! 5. er Secret, þessi fjólublái efst í hægra horninu öskrar svoldið á mig! og 6. er Enchanted Forest, mér finnst hún  vera með fullkomna haust/vetrar liti. Ég hef bara heyrt góða hluti um augnskuggana frá Sleek og ég á aðra hluti frá þeim sem að ég algjörlega dýrka, þannig það verður ekki langt þangað til að skelli mér á eina.. eða þrjár. Sleek vörurnar fást á haustfjörð.is


Þetta er svo restin af óskalistanum mínum, mikið langar mig í alla þessa fallegu hluti!
1. Body Shop lightening drops. Mig langar ekki í þessa vöru, ég ÞARF hana! Ég held að ég eigi fjögur meik í skúffunni minni sem að ég get ekki notað því þau eru aaaðeins of dökk fyrir mig. Dropar sem að lýsa meik á viðráðanlegu verði? JÁ TAKK!
2. Eye Kandy glimmerin.. ég hef átt tvö, en í dag á ég bara Autumn Blend sem er örugglega bara eitt það fallegasta sem ég veit um. Í fyrra um jólin þá keypti ég mér limited editon Jingle Bells, svooo fallegt. En það lenti í slysi, til að gera langa sögu stutta þá endaði það óvart í klósettið. Jingle Bells er komið aftur núna fyrir jól (já ég blóta kaupbanninu mínu í sand og ösku einmitt núna, held bara í vonina að það verður ekki uppselt eftir áramót!) og ég mæli með að ef þú ert að íhuga glimmer fyrir jól þá er þetta hreint og beint fullkomið! 
Mig langar í öll eye kandy glimmerinn, en svona mest einmitt núna langar mér í Jingle Bells, Winter Wonderland og Taffy! Svo falleg! Eye kandy fæst á haustfjörð.is.
3. Skindinavia Makeup setting spray og primer spray. Mig hefur aldrei langað jafn mikið í sprey á ævinni held ég. Ég hef heyrt svo ótrúlega góða hluti um þetta að ég bara verð hreinlega að eignast það. Fæst á lineup.is
4. Nyx Highlight and Contour Pro palette. Ég held að þessi er komin á "hlutir sem ég þarf nauðsynlega listan".
5. Milani Amore Matte Lip Creme í Adore. Fallegur nude liquid varalitur sem helst vel á? einn svona handa mér já takk! Fæst á haustfjörð.is
6. Sleek Solstice Highlighter Palette. Ég hef held ég bara aldrei séð fallegri highlight pallettu, need I say more? Þessi fæst líka inná haustfjörð.is.. ég er farin að sjá eitthvað munstur hérna, held að haustfjörð á bara hug minn allan!
7. Schwing eyeliner frá the Balm. Mig hefur bara lengi langað í eyeliner, hef heyrt margt gott um hann og er mjög forvitin að prófa! Fæst á lineup.is
8. Eins og ég sagði hérna fyrir ofan þá hef ég bara átt tvö glimmer, núna er það eitthvað að fara að breytast, sérstaklega eftir að ég skoðaði Lit Cosmetics glimmerin sem voru að koma í sölu á fotia.is. Mig grunar að makeup stashið mitt muni stækka eitthvað á glimmer veginn.
9. Makeup Eraser. Eftir að hafa séð þennan in action á nokkrum snöppum þá bara verð ég að eignast hann, hann tekur meirað segja vatnsheldan maskara af, og ég er alltaf með vatnsheldan. Segja bless við bómula já takk, gleymi hvorteðer alltaf að kaupa nýja! Þessi snilld fæst í coolcos.

Jæja þessi færsla varð víst aaaðeins lengri en ég bjóst við, en rosalega líður mér vel með að byrja blogga aftur. En eins og ég segji þá lýk ég ekki prófum fyrr en 14. des en mun koma sterk inn hérna aftur eftir það! Þangað til endilega fylgjist með mér á snapchat og instagram ;; liljabjarneymua

xx


Hi Guys! 


Today I thought I'd do something different for my blog and answer a Beauty Blogger Tag, if you know any other fun tags that you'd like me to do let me know! 
I want you guys to get to know me better!


1. Name a beauty regimen that you rarely do?

Well.. I rarely ever use lip liner, I'm really trying to change that but often I just really can't be bothered!

2. Is washing your make-up brushes something that you do regularly?

If I use them on clients then yes I'm pretty good with washing them, but if I only use them on myself I don't do it nearly as much as I should!

3. How long will you last with chipped nail polish?

I can go for days with it but I it will annoy the crap out of me and I will start picking on it to take it off.

4. How long will you put off buying/replacing a beauty product, even if you need it?

Unless it's mascara or concealer I can put it off for ages, and keep buy things that I don't need. 

5. What is your worst beauty habit?

Having dry lips and biting my lips when I'm wearing lipstick... That's so bad!

6. Name something non-beauty related that you put off doing all the time?

Laundry..  well folding it and putting it away anyway, there can be clean laundry in my basket from days on end! 
And also taking a shower.. I don't like showers so I put it off until it's absolutely necessary, dry shampoo is my bestest friend!

7. When going out somewhere, do you leave getting ready to the last minute?

I wouldn't say that.. However I highly underestimate the amount of time I need to get ready so I'm more often then not last minute with things!

8. Can you commit to spending bans?

Nooo... next question!

9. How organized are your make-up and nail polish collections?

Zero organized, I need a better system.. It tends to be spread out all over the place!

I hope you enjoyed this blog post and let me know what is your worst beauty habit in the comments below! 

Also follow me on Instagram and Snapchat : liljabjarneymua
And on facebook here!

xx


Powered by Blogger.