Í viku þrjú í Reykjavík Makeup School þá fórum við í klassíska brúðarförðun, Red Carpet förðun með Opna skyggingu; Það er sem sagt öðruvísi en venjulega C skygging sem flestir nota og Beauty förðun.
Síðan var fyrsti módel tíminn okkar með tvö módel, módel tími þar sem að við æfðum okkur í brúðar förðun, það tók smá á að vera standandi og farða tvö módel í fjóra tíma en það var mjöög skemmtilegt! 
Ég var mjög ánægð með hvernig gekk, það er líka svo þægilegt hvað Silla (kennarinn) er dugleg að hjálpa okkur og leiðbeina okkur í módel tímanum :) 

Karen kom sem módel 1 til mín.


Theó frænka kom sem módel 2.


Í viku fjögur var ég því miður veik fyrstu tvö daganna. Aðalsteinn (strákurinn minn) hafði tekið alla helgina, frá fimmtudegi í veikindi og ákvað að smita mömmuna í leiðinni. Svo að ég missti af þeim.
En mánudagurinn fór víst í Glamúr förðun og á þriðjudeginum kom gestakennari frá Mac, mjög leiðinlegt að missa af því.
Miðvikudagurinn var síðan annar módel tími en það var módel tími í Beauty förðun. 
Ég fékk til mín tvö módel aftur, og eftir veikindin þá tók þessi tími svoldið á en enn og aftur þá var hann ótrúlega skemmtilegur! 
Sara (kennarinn) var með okkur og var mjög dugleg að hjálpa þegar eitthvað gekk ekki upp hjá mér :) 
Ég komst heldur ekki á fimmtudaginn í tíma en það var vegna veðurs, í þeim tíma kom gestakennari sem kenndi stelpunum á ýmis hártól og hárvörur og nokkrar hárgreiðslur held ég. Mjög leiðinlegt að missa af honum líka.

Eva kom sem módel 1.


Agnes kom til mín sem módel 2.


Ég var mjög ánægð með lokaútkomuna í öllum módel tímunum og það er mjög þæginlegt að hafa kennara sem er duglegir að leiðbeina og hjálpa þegar maður þarf á því að halda.
Þetta er svo ótrúlega gaman og ég býð spennt eftir næstu viku en þá förum við í Smokey! 

Endilega haldið áfram að fylgjast með mér, ég mun halda áfram að blogga um skólan hér en svo set ég inn myndir á Instagrammið mitt @liljabjarneyblog og Like síðuna mína sem þið finnið hér.
Þangað til næst!




xx



The Beauty Blender is now available to buy in Iceland! This, for us beauty addicts is amazing news! 
My teachers from Reykjavík Makeup School, Silla and Sara are the ones who are selling them here in Iceland so naturally I had to buy, twoo of them!
They have the Original one which is the pink one, then the white one which is for primers and creams and such, the black one which is for darker shades, contouring or applying self tan to your face and then the green ones who are the Micro Mini ones.
Ofcourse you can use them in whatever way that you like.
They also sell the Solid soap that is made for cleaning the sponges but can also be used to wash your regular brushes.

Basically I am in love. I use my pink one for foundation and my green one for concealer and it just makes my skin look flawless, I used to have the Real Techniques sponge but the Beauty Blender knocks it right out! 

> Beauty Blender fæst núna á Íslandi...aaaaa!!!! Mig hefur langað í hann ég veit ekki hvað lengi! 
Kennararnir mínir í Reykjavík Makeup School, Sara og Silla eru að selja hann hérna á Íslandi, eins og er þá er hægt að kaupa hann á Facebook síðunni þeirra hérna eða þá bara uppí Reykjavík Makeup School.
Þær eru með bleika Beauty Blender sem að er the Original, svo Svarti en hann á að vera í dökka liti, t.d. skyggja eða bera á sig brúnkukrem í framan, hvíti en hann á að vera í krem og primera og svoleiði og svo grænu sem að eru Micro.Mini en þeir eru fullkomnir í hyljara finnst mér!
Að sjálfsögðu er hægt að nota þetta eins og maður vill bara haha! 
Þær eru líka að selja Solid sápuna sem að er sérstaklega gerð fyrir Beauty Blender en virkar vel í að þvo venjulegu burstana ykkar líka! Og hún lyktar mjööög vel :D

Ég er svoo ástfangin af þessum svömpum og það er nokkuð ljóst að ég mun ekki fara yfir í einhverja aðra svampa (Sorry Real Techniques svampurinn minn, þinn dagur er kominn..).
Ég mæli mikið með að þið skellið ykkur í einn (eða tvo) Beauty Blendera.. þó það væri nú bara til að hafa þá til skrauts uppá hillu!


You're supposed to use the Beauty Blender wet or damp, here you can see the size difference it makes.
The left one is damp and the right one is completely dry.

> Hérna er stærðarmunurinn á þeim þegar að þeir blotna. 
Maður á semsagt að nota þá blauta, eða raka réttara sagt. Hægri er alveg þurr og vinstri er rakur. 


Here you can see it with the Micro.Mini. I just think that they are so adorable!

> Hérna sjáiði munin með Micro.Mini. Hversu krúttlegir eru þeir?!



This is the page for Beauty Blender in Iceland. Give it a Like and stay tuned there :)

Endilega likeið Facebook síðuna þeirra og fylgjist vel með Beauty Blender á Íslandi! 




xx




Taskan sem að við fengum.

Eins og flest ykkar vita þá er ég byrjuð í Reykjavík Makeup School. 
Við erum búnar með tvær vikur og þær liðu ekkert smá hratt, bara sex vikur eftir!! Hvað er í gangi?!
Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert, fyrsta vikan var kynning á okkur, töskunni sem við fengum, og farið yfir kennslunámskránna. 

Vantar sólapúðrið, einn varalitablýantinn og maskaran á myndina.
Ég var hæstánægð með kittið sem við fengum. 
Mér hinsvegar finnst það ekki vera aðalmálið, heldur er það kennslan og í Reykjavík Makeup School þá erum við að læra svoo fjölbreytt og sá ég það bara strax á fyrstu viku!


Allar förðunarvörur sem við fengum voru frá Makeup Store og burstarnir sem við fengum eru frá Real Techniques. 
Bursta safnarinn ég átti þá alla fyrir en það var ekkert mál fyrir mig að skipta því sem ég vildi.
Ég skipti út appelsínugula settinu og bleika kinnalita burstanum út fyrir Travel settið, Setting bursta og varalitaburstann.

Crown og Havana.

Fallegu augnskuggarnir og kinnaliturinn sem að er Must Have!!

Við fengum 7 augnskugga: Smog, Cupol, Velvet, Venus, Muffin, Deadly, Spirit , Cake Eyeliner, Eye Dust: Lollipop, kinnalitin Must Have, 2 varalitablýanta: Sand Storm(mattur) og Russian Bordeaux(mattur), 2 eyeliner blýanta: Darkest Shadow(svartur) og Vanilla, sólapúður, blotting púður (sem mattar), tvö meik: Liquid Foundation í litnum Honey og Milk, 2 varaliti, 3 hyljara: Cover All Mix í pennaformi (einn bleiktóna og einn gultóna til að correcta og svo húðlitaðan til að blanda) og maskara: Loreal, Volume Million Lashes Excess. 
Svo áttum við að fá Eye primer en ég fékk óvart Reflex Cover, ég mátti ráða hvort ég vildi skipta en ég ákvað að halda mínu Reflex Cover og kaupa bara seinna Eye primer. 


Við fengum líka Tanya Burr stöku augnhárin. Hlakka mikið til að fara betur í augnhára ásettningu og læra þetta alveg! 



Svo kom snyrtifræðingurinn Einý frá Guinot MC snyrtistofunni á Grensásvegi 50, hún fór yfir húðumhirðu með okkur og húðgreindi okkur. Við fengum prufu frá Guinot og já ég fór beinustu leið og keypti vörur frá þeim þar sem að þessar litlu prufur löguðu það litla sem var í gangi í andlitinu á mér. Þvílíkar lúxus vörur! 
Síðan fórum við bara í létta dagförðun á miðvikudag og fimmtudag.

Í viku 2 þá skelltum við okkur í Eyeliner og dökkar varir.. 
Guð minn góður að gera Eyeliner á aðra mannesku, sérstaklega spíssinn, er örugglega það erfiðasta sem ég hef gert, beint á eftir fæðingu!
En ég ætla mér að ná þessu, æfingin skapar meistaran :)
Svo var fyrsti módel tíminn okkar á fimmtudaginn seinasta og gekk það ljómandi vel (svona fyrir utan Eyelinerinn). 

Æfing á sjálfri mér.
Æfing á litlu systur heima.
Fyrsti módel tíminn.
Helv*** eyelinerinn!!




Ég er mjög spennt fyrir næstu viku, þá förum við í brúðarförðun og Beauty förðun.
Það kemur blogg um það líka. Fylgjist vel með :)!


xx


Sorry for being MIA this week, as some of you may know I've finished my first week in makeup school. Oh my lord it's soooo much fun! I will be doing a whole other blog post about it!

> Þá er fyrsta vikan í Reykjavík Makeup School búin og mikið rosalega er þetta skemmtilegt!   
Ég ætla að skrifa allt aðra færslu um það :)




Anywhoo, back to this post. So initially I was going to use what I ordered from Haustfjord for christmas, but stupid me I had it sent to where I live, not where I was during the Holidays, however I'm sure I will find some use of this!

> Snúum okkur að þessari færslu. Ég pantaði þessar vörur frá Haustfjörð með jólin í huga, ég var hinsvegar ekki nógu klár og lét senda vörurnar heim til mín en ekki þar sem að ég eyddi jólunum, þannig ég náði ekki að nota þær um jólin.
Er samt nokkuð viss um að ég finn einhverja not fyrir þessar vörur ;)




I ordered the Eye Kandy Liquid sugar, here and Eye Kandy glitter in Jingle Bells, here, the glitter is limited edition and it is sooo pretty. We all need it in our lives.
I want to do some kind of glitter eyeliner tutorial with these products, what do you think about that? :)

> Frá Haustfjörð pantaði ég mér s.s. Eye Kandy Liquid sugar, fæst hér, þetta er semsagt eitthvað svona glimmer lím, þannig að glimmerið haldist á og fari ekki útum allt, fylgdi með þessu mjög girnilegur bursti, hlakka til að prófa.
Glimmerið sem ég fékk mér er Jingle Bells, fæst hér, þetta er Limited Editon þannig þið verðiið að drífa ykkur í að kaupa þetta! Mig langar að gera einhvern vegin svona glimmer eyeliner kennslu færslu, hvernig lýst ykkur á það?
Ég ætla klárlega að splæsa á mig fleiri glimmer frá Haustfjörð!





Also from Haustfjord I ordered Socialeyes lashes in Minx, here. These are in like a criss cross shape, really curious how they'll look once their on. No doubt it will look gorgeous!

> Einnig frá Haustfjörð fékk ég mér Socialeyes gerviaugnhár í Minx, fást hér. Þessi augnhár eru í svona kriss kross lögun, ég er mjög forvitin að sjá hvernig þau líta út þegar þau eru komin á. Alveg pottþétt gordjöss!





From Makeup Geek I did like an impulse buy. I got these two pigments in Utopia, here, and Insomnia, here
Utopia is like a dark golden colour and Insomnia!! is an chocolate brown with blue/teal reflects, this is my favourite and I cannot wait to try it out. Maybe with a smokey eye? Who knows, it's just too damn pretty!

> Vörurnar frá Makeup Geek voru bara mjög random og ég var bara í einhverjum heimi þegar ég pantaði þær. Mundi ekkert hvað þetta var fyrr en ég opnaði pakkann.. höfum við ekki allar lent í svona?
Ég keypti semsagt "Pigment" (ekki grænan hvað það er á íslensku), litirnir sem ég fékk mér voru Utopia, fæst hér, og Insomnia, fæst hér.
Utopia er svona dökk gullitaður og Insomniaa!! er súkkulaði brúnn með blá/túrkís reflects kornum í. Sést ekki nógu vel á myndunum því miður, en hann er guðdómlegur! Langar mikið að prófa að gera smókey og setja þennan yfir.


So thats all for todays blog, hope you enjoyed this mini haul! 
It would be really nice if you could give my Facebook page a Like and follow me on Instagram @liljabjarneyblog!

> Vona að ykkur hafi líkað við þessa færslu. 
Endilega setjið Like á Facebook síðuna mína og followið mig á Instagram @liljabjarneyblog! <3



xx




Powered by Blogger.