Ég trúi ekki að fimmta vikan er búin í skólanum.. Það eru bara þrjár eftir, tíminn líður svo sannarlega hratt! 
Á mánudaginn þá sýndi Sara okkur hennar aðferð við að gera Smokey augnförðun. 
Smokey var frekar erfið fyrst en ég er viss um að ég er búin að ná að gera hana núna. Það er svo rosalega mikilvægt að allt sé fallega blandað saman en það þarf líka að passa að litirnir séu nógu dökkir á augnlokinu, að það komi engar 'holur'.

Á þriðjudaginn þá kom Hárkóngur Íslands, eins og Silla kallar hann ;), Baldur Rafn Gylfason, hann sýndi okkur járnin frá HH Simonsen og vörur frá label.m. 
Það var ótrúlega gaman að fá hann og læra um hár og hversu mikilvægt það er að eiga góð járn og hárvörur! 
Hann var líka svo góður að hann ráðlagði nokkrum af okkur stelpunum um hvað við gætum gert við blessuðu hárin okkar og mælti með vörum handa okkur, þar sem að hárið mitt er ekki búið að vera það skemmtilegasta eftir brjóstagjöfina þá fannst mér mjög gaman að fá ráðleggingar frá honum og er klárlega að fara og splæsa í label.m vörurnar sem að hann mælti með við mig!
Síðan sýndi Silla okkur sýna aðferð við að gera Smokey, sem er algjörlega öfugt við Söru, þannig við erum þá búin að læra tvær mjög mismunandi aðferðir við að gera Smokey, það finnst mér svo merkilegt og eitt af því sem að ég elska við Reykjavík Makeup School: Fjölbreytileikinn!
Eftir það kom Sigga, sem er með Fotia.is, og hún kom með Sigma bursta og vörur frá L.A girl. Ef að þið vitið ekki hvað ég er að tala um þá verðiði að fara inná þessa netverslun!
Vörurnar frá L.A girl komu mér svo sjúklega á óvart, þær eru ótrúlega ódýrar og hriiiiikalega góðar! Varalitirnir og glossin eru ótrúlega pigmented (litsterk?) að mér hreinlega brá bara! Og hyljararnir eru náttla búnir að vera hypaðir af YouTube gúrúum núna í einhvern tíma og þeir eru til sölu þarna.. á 990kr.. Nei ég er ekki að grínast! 
Ég ætla ekki einu sinni að byrja að tala um augnskuggapalletturnar.
Ég er allaveganna búin að gera feeeita pöntun þarna inná, þið verið bara að fara á síðuna og skoða! 
Þriðjudagurinn var semsagt mjöög skemmtilegur og öðruvísi :)

Á miðvikudaginn þá sýndi Sara okkur litað Smokey. 
Mjög græna Smokey augnförðun sem kom ótrúlega flott út, mér hefði aldrei dottið í hug að litað Smokey líti vel út en það er ekkert smá töff!

Fimmtudagurinn var svo módel tími. 
Ég fékk til mín tvö módel og ég ákvað að prófa aðferðina hennar Söru á eitt módelið mitt og aðferðina hennar Sillu á hitt módelið. Þannig komst ég að því að aðferðin hennar Söru hentar mér betur en það var gaman að reyna á bæði og þannig finna út hvað mér finnst auðveldara :)

Magnea kom til mín sem módel nr. 1


Bubba kom til mín sem módel nr. 2


Þetta var ótrúlega skemmtileg vika og ég bíð spennt eftir næstu.. Svo styttist bara í lokaprófin, spennandi! 



xx


Powered by Blogger.