Blogmas Day 4: Hvernig ég bý til mauk.

/
0 Comments
Ég ákvað að það gæti verið gaman að gera færslu um hvernig ég bý til mauk handa stráknum mínum. 
Ætla bara að byrja á að segja að ég er alveg glæný mamma þannig það gæti alveg verið að ég sé að gera þetta vitlaust, en ég er með bók sem ég fylgi og svo er ég inná facebook hóp sem heitir Maukóðar Múttur og það hefur líka hjálpað mikið og hef fundið fullt af upplýsingum þaðan. 
Endilega ef þið eruð óvissar um hvernig á að snúa sér í þessu farið þá í þennan hóp, hann er opinn öllum. 




Hérna er það sem að ég keypti til að mauka, olían sem ég nota og á bakvið eru pokarnir sem ég geymi maukið í í frystinum. Svo er þarna bókin sem ég nota til að hjálpa mér.
Það er ekki langt síðan að við byrjuðum að gefa honum mauk þannig hann er ekki búin að smakka melónuna eða rófu, hann fékk hinsvegar blómkálið í fyrsta skipti í kvöld :)




Aðalsteinn(strákurinn minn) er mjög gjarn á að stíflast þannig að sveskjur hafa hjálpa mikið til, ég blanda þeim annaðhvort útí annað eins og blómkálið sem ég gaf honum í kvöld. Ef að hann er ekki að ná að losa þá gef ég honum eintómar sveskjur sem mat.
Ég kaupi þær steinlausar frá H - Berg, ég ath alltaf hvort þær séu ekki alveg örugglega steinlausar. Síðan sýð ég vatn á katlinum, set þær í skál og helli vatninu yfir þegar vatnið er tilbúið. 
Sumir leyfa sveskjunum að malla í skálinni í alveg að verða sólahring, ég er hinsvegar alltaf handviss um að ég mun bara gleyma þeim þannig ég set þær kannski í skálina eftir hádegi og mauka það síðan um kvöldið. Gái fyrst hvort þær eru ekki alveg orðnar mjúkar.
Ég hef heyrt að það sé líka gott að nota vatnið, sem að sveskjurnar liggja í, í að gefa börnunum að drekka. Ég hef ekki prófað það (því ég gleymi því alltaf) en Aðalsteinn er mjög hrifinn af venjulegu vatni þannig ég hef engar áhyggjur á að reyna bragðbæta það fyrir hann.
Ég nota vatnið, sem þær liggja í, til þess að hjálpa mér að mauka það því annars verður maukið of þykkt. Ætti kannski að minnast á það að Aðalsteinn er mjög klígjugjarn þannig ég þarf að passa mig að hafa maukið alls ekki of þykkt fyrir það.
Ég nota yfirleitt vatn til að þynna það en það er líka mjög sniðugt að nota mjólkina sem barnið fær, hvort sem það er þurrmjólk eða brjóstamjólk.


Áður en ég mauka þá sýð ég allt (nema hluti sem bókin segir að þurfi ekki að sjóða. 
Ég á eftir að kaupa svona dót sem ég set ofaní pottinn til þess að geta gufusoðið grænmetið (og nokkra ávexti) en þangað til þá sýð ég það bara eins og venjulega, það stendur í bókinni að það er líka í lagi en það mælir með að gufusjóða. 
Ég fylgi eiginlega aldrei tímanum sem stendur í bókinni heldur ath ég bara með að stinga í hlutina sem ég er að sjóða hvort það er nógu mjúkt til þess að mauka.




Samkvæmt bókinni sem ég á (sjá aðeins neðar) þá á ekki að sjóða mangó. 
Ég bara skræli það, sker það svo niður í kringum kjarnan og set í plastdolluna sem að fylgdi töfrasprotanum mínum. 
Ég sker líka nokkra bita niður og frysti sem ég get síðan sett í svokallað fæðunet fyrir Aðalstein þar sem að hann er að taka tennur, neðri tennurnar báðar eru komnar upp og það sést stundum í efri, en hann er oft svo bólginn að kalt í munninn hjálpar mikið til.



Síðan set ég svona teskeið af olíu og mauka með töfrasprotanum.
Það er mælt með að bæta við olíu til þess að börnin fái þá fitu sem þau þurfa og svo á það að hjálpa með meltinguna hjá þeim.
Töfrasprotinn sem að ég á fékk ég í Elko núna um daginn, hann er frá merkinu Bosch og er 600W. Ég er rosalega ánægð með hann.
Inná Maukóðar Múttur hópnum inná Facebook sem ég talaði um hér að ofan þá sá ég grein frá ruv.is um að það væru að koma einhver skaðleg efni úr töfrasprotum. Samkvæmt listanum þar inni þá fannst það ekki frá töfrasprotum úr þessu merki. Það lét mig líða mjög vel að vita þetta.  Ef þið hafið áhuga þá getiði fundið greinina HÉR.




Ég geymi maukin mín í frystipokum sem eru ætlaðir til að geyma brjóstamjólk. 
Ég átti þessa poka til heima og ákvað að prófa því ég komst ekki til Reykjavíkur að kaupa sérstök frystibox fyrir barnamauk í Fífu. 
Ég er eiginlega bara mjög glöð að ég ákvað að prófa þetta því þetta virkar vel, auðvelt að stafla þessu ofaná hvort annað í frystinum. Sparar mikið pláss fyrir fólk eins og mig sem er með ótrúlega lítinn frysti. 
Það er líka rosalega auðvelt að hita þetta upp. Hefur einn poka bara sirka einn skammt, skellir honum í skál og hitar vatn í katlinum sem tekur enga stund og hellir yfir og þetta er orðið volgt eftir kannski 2 mín.
Ég veit ekkert um þessi sérstöku box í barnabúðum, það gæti vel verið að það sé jafn auðvelt að hita maukið úr þeim!




Olían sem að ég nota til að bæta útí maukið er Hörfræolía frá Sollu minnir mig. Ég er mjög ánægð með hana og las einhverstaðar að hún á að hjálpa mikið með að koma meltinguna í lag og hjálpa til með stíflur. Ég er mjög ánægð með hana og finn helling mun á stráknum mínum eftir að ég skipti úr ólífuolíunni yfir í þessa.
En ef að barnið ykkar er ekki gjarn á að stíflast þá ætti að vera í lagi að nota ólífuolíu eða jafnvel kókosolíu.

Bókin sem að ég er búin að vera nota mér til viðmiðs (eins og hverju maður á að byrja á og svoleiðis. er Mataræði ungbarna fyrstu árin eftir Annabel Karmel.
Ég er rosalega ánægð með þessa bók (Takk Telma!). Þar eru miklar og góðar upplýsingar sem öll tengjast mataræði barna og hún er mjög skiljanleg og auðvelt að finna hluti í henni.
Mæli mjög mikið með henni!


Ég byrjaði að gefa stráknum mínum graut til að reyna fá hann til að sofa betur, hann var í svoldin tíma bara að fá graut á kvöldin. Svo viku fyrir 5 mánaðaskoðunina þá byrjaði ég að gefa honum mauk. Fyrsta maukið var kartefla þá kom í ljós að hann er rosalega klígjugjarn, svo gulrót, sætar karteflur og síðan avokadó. 
Ég fór mjög hægt í allt saman en í 5 mánaða skoðuninni þá sagði hjúkkan mér að byrja bæta á hann máltíðum. Núna fær hann í hádeginu og kvöldmat. 
Einu ávextirnir sem hann hefur fengið er epli (er hætt að gefa honum þau í augnablikinu því hann stíflast svo á þeim), perur og mangó. 
Hann er rosalega hrifin öllu sætu, sem er bara nokkuð eðlilegt. 
Ef að hann fær eitthvað sem að hann er ekki hrifin af, t.d avokadó eða blómkál, þá sættir hann sig alveg við það og spýtir ekki útur sér. Hann opnar munninn þegar skeiðin er komin að honum þótt að hann sé ekkert spenntur fyrir því.









Hérna eru nokkrar myndir af krúttinu mínu að borða. Eins og ég sagði hérna fyrir ofan þá er Aðalsteinn ótrúlega hrifin af vatnið og vill helst halda á stútkönnunni sjálfur!
Ef þið eruð að pæla í því þá verður Aðalsteinn sex mánaða 17 desember.
Þá held ég að ég hafi fjallað um allt sem ég ætlaði mér, endilega látið mig vita ef ég er að gera þetta alveg kolrangt og ég laga það! 

Vona að ykkur hafi líkað við þessa færslu þar sem að hún er svolítið öðruvísi og kíkjið við á morgun! 




xx







You may also like

No comments:

Powered by Blogger.