Blogmas Day 1: Framundan.

/
1 Comments

Mig langaði að segja ykkur aðeins frá því sem að er framundan hjá mér. 
Ég er búin að skrá mig í Reykjavík makeup school, þetta eru semsagt 8 vikna grunnám í förðun! Ég er rosalega spennt að fara læra eitthvað sem að ég hef brennandi áhuga á!
Ég skráði mig í kvöldskóla því þá verður pabbinn bara með strákinn okkar á kvöldin og ef hann þarf að vera í skólanum á kvöldin þá á barnið mitt yndislegar frænkur og ömmu sem eru tilbúnar til að passa. Þvílíkur lúxus :)

Ég er búin að fara í viðtal til Sillu og Söru og þær eru ekkert smá yndislegar og varð ég bara enþá spenntari fyrir náminu ef það er hægt, ég byrja 5 janúar.



Það sem við munum læra eru helstu undirstöðuatriði í förðun, auk kennslu í brúðarförðun, tískuförðun, Red Carpet farðanir sem er eitt af því sem ég er mest spennt fyrir! Smokey farðanir og ýmisleg fleira. Þetta hljómar allt svo skemmtileg og akkúrat hlutir sem mig langar að læra. 
Við fáum líka sýnikennslu á nokkrum öðrum hlutum.

Það kemur snyrtifræðingur sem kennir okkur á umhirðu húðar og mótun augabrúna, einnig fáum við sýnikennslu í hárgreiðslu. Það er svo ljósmyndari sem tekur myndir af lokaverkefnunum sem að mér skilst verður byggð á okkar innblástri og er einstakt eftir hvern og einn nemanda.
Ætli það sé ekki það sem ég er mest stressuð fyrir en efast ekki um að mér muni detta eitthvað sniðugt í hug!

Við fáum einnig flottan vörupakka, en ég er bara mest spennt yfir öllu sem ég fæ að læra. 
Hérna er heimasíðan þeirra ef þið viljið vita meira um þetta námskeið og hér er Like síðan þeirra á facebook. Endilega skoðið þennan skóla betur :)


Elska þetta quote svo mikið og fannst það passa vel við!



Sorry for the pure Icelandic above, I am just talking about an Icelandic beauty school that I will be attending at nights for eight weeks. Starting in January, I am so excited about it. 

On another note I have decided to start Blogmas (Blogging every day until christmas). It may be a day late, but I will post two blogpost today so I will keep up ;) 
So I will be blogging so much I thought I would do some kind of DIY posts and maybe some personal ones :)
Hope you'll enjoy!

> Snúum okkur að einhverju öðru, ég ætla mér að gera Blogmas. Sem þýðir bara nýjar bloggfærslur fram að jólum. Ætti að hafa byrjað í gær 1. des en í staðinn koma bara tvær í dag. 
Þar sem að þetta er færsla á dag þá held ég að ég bæti við eins og einhverjum DIY (Do it yourself) og aðeins persónulegrum færslum :)
Vona að þið njótið!


xx





You may also like

1 comment:

  1. Er ótrúlega spennt með þér fyrir skólanum og ánægð að það verði blogmas :D

    ReplyDelete

Powered by Blogger.