Blogmas Day 7: Lakkrístoppagerð!

/
0 Comments


Það eru alveg að koma jóól! Jeyyy, og uppáhalds parturinn af jólunum (ekki alveg en mjög nálægt því) eru lakkrístoppar!
Þar sem að Magnea, systir mín, er bakaranemi og algjör snillingur í að baka þá bað ég hana um að hjálpa mér að búa til lakkrístoppa og taka myndir í skrefum af því fyrir bloggið mitt!





Það eru þrjár eggjahvítur í hverri uppskrift.
Systir mín sýndi mér fáránlega auðvelt trikk um að aðskijla eggjarauðuna en það er að bara taka hana uppúr með höndunum, hrista vel þannig að hvítan í kringum rauðuna lekur niður í skálina og hendir svo rauðunni í vaskinn.

Mjög mikilvægt er að það sé engin eggjarauða í eggjahvítunni því þá þeytast eggin ekki.






Þið byrjð á að stilla hrærivélina á miðlungshraða og hafið í gangi þangað til eggin byrja að freyða aðeins.




Bætið síðan við 200gr af sykri við hægt og rólega útí á meðan eggjahvíturnar eru enþá á miðlungshraða.

Síðan setjiðið meira hraða á og bíðið eftir að eggjahvítan og sykurinn eru tilbúin.



Þið vitið að marengsinn er tilbúinn þegar að þið takið þeytarann uppúr og toppurinn stendur svona upp í loft.


Ég gleymdi að taka myndir af því en ég blandaði svo 200 gr af lakkrískurli. Maður verður að blanda því hægt og rólega við annars verður marengsin loftlaust og ekki jafn "skemmtilegt" að borða lakkrísbitana ;)
Við notuðum sleif til þess að blanda lakkrískurlið við, ss hellti öllum pokanum ofaní skálina, tek síðan sleifina og "velti" marengsinum einhvern veginn. 
Fer meðfram skálinni í svona hálfhring undir marengsið og svo yfir.




Síðan settum við deigið í sprautupoka og á plötur. Þið ráðið alveg stærðinni en mér finnst betra að hafa þá í aðeins minni kantinum.

Ofninn var stilltur á 150°c með blástri og þær voru inni í svona 20 mín. 
(Ég lét systur mína alfarið um þetta og þær komu bara mjög góðar útur ofninum.





Til þess að ath. hvort að topparnir séu tilbúnir eða ekki þá ættu þið að taka þá upp ofurvarlega og ef botninn verður eftir eins og á seinni myndinni þá þurfa þeir að vera aðeins lengur inní ofninum.
Efri myndin sýnir þær tilbúnar :)




Þá eru þið komin með ótrúlega góða lakkrístoppa. Þeir eru virkilega góðir, kærastinn minn þarf að skammta mér ef við ætlum að láta þá endast fram að jólum. (Annars plata ég bara systur mína í baka aftur með mér ;) )
Þetta krúttlega jólakökubox fékk ég í rúmfatalagernum.


Þá er færsla Dags 7 komin og vona að hún hjálpaði ykkur.
Systir mín er ekki bara ótrúlega góð í að baka heldur er hún líka mjög hæfileikarík í að skreyta kökurnar sínar, eins og sjá má á myndinni hérna að neðan. 
Endilega likeið síðuna hennar Hér. og skoðið fleiri myndir! 






xx






You may also like

No comments:

Powered by Blogger.