Reykjavík Makeup School: Taskan og fyrstu tvær vikurnar.

/
0 Comments

Taskan sem að við fengum.

Eins og flest ykkar vita þá er ég byrjuð í Reykjavík Makeup School. 
Við erum búnar með tvær vikur og þær liðu ekkert smá hratt, bara sex vikur eftir!! Hvað er í gangi?!
Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert, fyrsta vikan var kynning á okkur, töskunni sem við fengum, og farið yfir kennslunámskránna. 

Vantar sólapúðrið, einn varalitablýantinn og maskaran á myndina.
Ég var hæstánægð með kittið sem við fengum. 
Mér hinsvegar finnst það ekki vera aðalmálið, heldur er það kennslan og í Reykjavík Makeup School þá erum við að læra svoo fjölbreytt og sá ég það bara strax á fyrstu viku!


Allar förðunarvörur sem við fengum voru frá Makeup Store og burstarnir sem við fengum eru frá Real Techniques. 
Bursta safnarinn ég átti þá alla fyrir en það var ekkert mál fyrir mig að skipta því sem ég vildi.
Ég skipti út appelsínugula settinu og bleika kinnalita burstanum út fyrir Travel settið, Setting bursta og varalitaburstann.

Crown og Havana.

Fallegu augnskuggarnir og kinnaliturinn sem að er Must Have!!

Við fengum 7 augnskugga: Smog, Cupol, Velvet, Venus, Muffin, Deadly, Spirit , Cake Eyeliner, Eye Dust: Lollipop, kinnalitin Must Have, 2 varalitablýanta: Sand Storm(mattur) og Russian Bordeaux(mattur), 2 eyeliner blýanta: Darkest Shadow(svartur) og Vanilla, sólapúður, blotting púður (sem mattar), tvö meik: Liquid Foundation í litnum Honey og Milk, 2 varaliti, 3 hyljara: Cover All Mix í pennaformi (einn bleiktóna og einn gultóna til að correcta og svo húðlitaðan til að blanda) og maskara: Loreal, Volume Million Lashes Excess. 
Svo áttum við að fá Eye primer en ég fékk óvart Reflex Cover, ég mátti ráða hvort ég vildi skipta en ég ákvað að halda mínu Reflex Cover og kaupa bara seinna Eye primer. 


Við fengum líka Tanya Burr stöku augnhárin. Hlakka mikið til að fara betur í augnhára ásettningu og læra þetta alveg! 



Svo kom snyrtifræðingurinn Einý frá Guinot MC snyrtistofunni á Grensásvegi 50, hún fór yfir húðumhirðu með okkur og húðgreindi okkur. Við fengum prufu frá Guinot og já ég fór beinustu leið og keypti vörur frá þeim þar sem að þessar litlu prufur löguðu það litla sem var í gangi í andlitinu á mér. Þvílíkar lúxus vörur! 
Síðan fórum við bara í létta dagförðun á miðvikudag og fimmtudag.

Í viku 2 þá skelltum við okkur í Eyeliner og dökkar varir.. 
Guð minn góður að gera Eyeliner á aðra mannesku, sérstaklega spíssinn, er örugglega það erfiðasta sem ég hef gert, beint á eftir fæðingu!
En ég ætla mér að ná þessu, æfingin skapar meistaran :)
Svo var fyrsti módel tíminn okkar á fimmtudaginn seinasta og gekk það ljómandi vel (svona fyrir utan Eyelinerinn). 

Æfing á sjálfri mér.
Æfing á litlu systur heima.
Fyrsti módel tíminn.
Helv*** eyelinerinn!!




Ég er mjög spennt fyrir næstu viku, þá förum við í brúðarförðun og Beauty förðun.
Það kemur blogg um það líka. Fylgjist vel með :)!


xx



You may also like

No comments:

Powered by Blogger.