Reykjavík Makeup School: Vika 3 og 4.

/
0 Comments
Í viku þrjú í Reykjavík Makeup School þá fórum við í klassíska brúðarförðun, Red Carpet förðun með Opna skyggingu; Það er sem sagt öðruvísi en venjulega C skygging sem flestir nota og Beauty förðun.
Síðan var fyrsti módel tíminn okkar með tvö módel, módel tími þar sem að við æfðum okkur í brúðar förðun, það tók smá á að vera standandi og farða tvö módel í fjóra tíma en það var mjöög skemmtilegt! 
Ég var mjög ánægð með hvernig gekk, það er líka svo þægilegt hvað Silla (kennarinn) er dugleg að hjálpa okkur og leiðbeina okkur í módel tímanum :) 

Karen kom sem módel 1 til mín.


Theó frænka kom sem módel 2.


Í viku fjögur var ég því miður veik fyrstu tvö daganna. Aðalsteinn (strákurinn minn) hafði tekið alla helgina, frá fimmtudegi í veikindi og ákvað að smita mömmuna í leiðinni. Svo að ég missti af þeim.
En mánudagurinn fór víst í Glamúr förðun og á þriðjudeginum kom gestakennari frá Mac, mjög leiðinlegt að missa af því.
Miðvikudagurinn var síðan annar módel tími en það var módel tími í Beauty förðun. 
Ég fékk til mín tvö módel aftur, og eftir veikindin þá tók þessi tími svoldið á en enn og aftur þá var hann ótrúlega skemmtilegur! 
Sara (kennarinn) var með okkur og var mjög dugleg að hjálpa þegar eitthvað gekk ekki upp hjá mér :) 
Ég komst heldur ekki á fimmtudaginn í tíma en það var vegna veðurs, í þeim tíma kom gestakennari sem kenndi stelpunum á ýmis hártól og hárvörur og nokkrar hárgreiðslur held ég. Mjög leiðinlegt að missa af honum líka.

Eva kom sem módel 1.


Agnes kom til mín sem módel 2.


Ég var mjög ánægð með lokaútkomuna í öllum módel tímunum og það er mjög þæginlegt að hafa kennara sem er duglegir að leiðbeina og hjálpa þegar maður þarf á því að halda.
Þetta er svo ótrúlega gaman og ég býð spennt eftir næstu viku en þá förum við í Smokey! 

Endilega haldið áfram að fylgjast með mér, ég mun halda áfram að blogga um skólan hér en svo set ég inn myndir á Instagrammið mitt @liljabjarneyblog og Like síðuna mína sem þið finnið hér.
Þangað til næst!




xx




You may also like

No comments:

Powered by Blogger.