Blogmas Day 17: Aðalsteinn Sex Mánaða.

/
0 Comments



Aðalsteinn Smári er sex mánaða í dag. SEX mánaða, það er hálft ár.
Ég er svo ótrúlega heppin að fá að vera mamma hans, að vera heima með honum og getað faðmað hann og kysst hann eins og ég eigi lífið að leysa!

Að fylgjast með honum á þessum nokkrum mánuðum þá er hann búin að breytast svo ótrúlega mikið, karakterinn hans kemur alltaf sterkari og sterkari fram í honum.
Hann er mjög brosmildur og skemmtilegur, elskar ekkert meira en athygli og er reglulega að ath. hvort það séu ekki allir að fylgjast með honum og ef það eru margir í kringum hann þá á hann til að horfa á alla til að vera viss um að öll augun er á honum.


Hæð og þyngd : Það sem að ég er að skrifa þessa færslu deginum áður en að hann verður sex mánaða þá erum við ekki búin að fara í skoðunina, hún er í fyrramálið! Ég mun skrifa hér inn sem fyrst hversu stór hann er orðinn!



Rútína : Þetta er eitthvað sem við höfum haft erfitt með. Aðalsteinn sefur bara ef hann vill sofa, hann þarf að vera orðinn vel þreyttur svo að það sé hægt að svæfa hann. Ef að hann er ekki nógu þreyttur þá bilast hann bara við öll ummerki um að verið sé að fara að svæfa hann. 
T.d. slökkt ljós, snuð, stundum bara herbergið og mjög oft rúmið hans!
Yfirleitt tekur hann tvo lúra á dag og þeir geta verið alveg 20mín-3klst, bara hvort að hann sé þreyttur eða ekki.
Hann er svo ótrúlega orkumikill og nær ekkert að brenna þessari orku svo að hann getur sofið lengi. 
Hann sefur best útí vagni og ég reyni eins og ég get að setja hann út, en þegar það er mengun útaf eldgosinu þá get ég ekki sett hann út og hann sefur svo illa inni.
Allaveganna eins og ég segi þá erum við ekki með ákveðna rútínu, en við erum að reyna!
Ég vek hann á morgnanna í kringum 9 leytið (því hann væri til í að sofa til 12) því ef ég vek hann ekki þá sofnar hann ekki á kvöldin fyrr en kl 2 um nóttina þannig við erum að vinna í þessu öllu!



Matur : Hann byrjaði að fá graut rúmlega 4 mánaða, hann var rosalega spenntur fyrir grautnum og fannst rosalega gaman að borða.
Ég byrjaði að mauka ofan í hann viku áður en hann varð fimm mánaða, var alltaf bara að gefa honum um kvöldmatarleytið. Við byrjuðum á kartöflum, gulrætum, avókado og sætum kartöflum. Hann var hrifin af öllum en kúgaðist af kartöflunum því hann er víst frekar klígjugjarn.
Í fimm mánaða skoðuninni þá sagði hjúkkan okkur að við mættum bæta á hann máltíðum yfir daginn. 
Þannig núna fær hann tvisvar á dag mauk, hádeginu og kvöldmat, og þegar ég vek hann í kringum 9 leytið þá fær hann tvær skeiðar af barnagraut.
Við erum búin að færa okkur aðeins yfir í ávexti, sem að hann elskar, s.s. mangó, perur, epli og banana. 
Hann stíflast mjög auðveldlega þannig ég tók út gulrætur og epli og gef honum reglulega af sveskjum en hann er búin að jafna sig núna og ég ætla fara að bæta þeim aftur inn í matinn hans.
Hann er nýbyrjaður að fá brokkolí, blómkál og rófur. Aðalsteinn þolir ekki blómkálið, sættir sig alveg við brokkolíið (þótt að hann væri alveg til í eitthvað annað) en hann er hrifinn af rófunum sínum.


Fatastærðir : Hann getur alveg verið í fötum í stærð 68 cm en það bætist við föt hægt og rólega í 74 cm. Þau sem eru ekki merkt með cm er yfirleitt 6-9 mánaða.


Stórir áfangar :
  • Tennur: Fyrsta tönnin kom upp þegar hann var þriggja og hálfs mánaða, byrjaði að sýna merki um tanntöku 2 mánaða, núna eru komnar tvær upp í neðri góm.
    • Efri tennurnar eru að koma niður, gómurinn bólgin og harður, sést stundum pínu hvítt.
  • Situr: Hann situr alveg óstuddur og hefur gert núna í svoldin tíma.
  • Hreyfing: Hann var ekkert mikið að flýta sér að snúa sér en núna gerir hann ekkert annað síðan í kringum fjórða mánuðinn.
    • Hann nær stundum að draga sig áfram á höndunum og ferðast mikið um á gólfinu.
    • Hann nær að halda sér á fjórum fótum en á erfitt með að átta sig á hvað hann gerir eftir það.
  • Hlátur: Það er ótrúlega auðvelt að fá hann til að brosa en að hlæja, maður þarf virkilega mikið að vinna sér inn hláturinn. Pabbi hans er sá eini sem að fær hlátur léttilega, ég hinsvegar er ekki eins heppin, en að horfa á þá saman er alveg það sætasta í heimi!
  • Spjalla: Hann elskar að spjalla og gefa frá sér hljóð. Stundum kemur skær öskur frá honum, ef að hann er ekki að fá nógu mikla athygli frá foreldrum sínum. 
    • Núna um daginn náði hann að segja Paba hátt og skýrt og segir það stanslaust eftir það, þá varð mömmuhjartað svo stollt! 

Þessi færsla er aðallega fyrir mig til að lesa eftir sex mánuði eða ár og get lesið um hvernig litla krúttið mitt var um sex mánaða! 

Ég vona nú samt að ykkur hafi líkað þessi færsla.


xx










You may also like

No comments:

Powered by Blogger.